Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekkert lát á jarðskjálftum
Horft til Nátthaga og Borgarfjalls. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 15. mars 2021 kl. 09:26

Ekkert lát á jarðskjálftum

Frá því á miðnætti í dag, 15. mars, hafa um 800 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Mestur hluti virkninnar hefur verið við sunnanvert Fagradalsfjall. Skjálfti af stærð 3,2 varð uppúr kl. 1 í nótt í Nátthaga og var það stærsti skjálftinn eftir miðnætti, segir í samantekt á vef Veðurstofu Íslands.

Í gær 14. mars mældust rétt rúmlega 3000 jarðskjálftar á Reykjanesskaga. Stærsti skjálftinn mældist kl. 14:15 af stærð 5,4 um 2,5 km vestur af Nátthaga. Tilkynningar bárust norður frá Sauðárkróki og austur frá Vestmannaeyjum um að hann hafi fundist. Jarðskjálftar stærri en 3,0 voru 28 talsins og flestir við sunnnanvert Fagradalsfjall, en tæpur tugur skjálfta yfir 3,0 dreifðist vestar í átt að Bláa lóninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024