Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekkert lát á hraðakstri – einn hinna ábyrgðarlausu tekinn á 151 km hraða
Miðvikudagur 11. október 2006 kl. 08:48

Ekkert lát á hraðakstri – einn hinna ábyrgðarlausu tekinn á 151 km hraða

Átta ökumenn voru kærðir á liðnum sólarhring  fyrir hraðakstur í umdæmi Lögreglunnar í Keflavík, bæði á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Sá sem hraðast ók var mældur á 151 km hraða, annar var tekinn á 136 km hraða og sá þriðji á 130.  Verða tilræðismennirnar sektaðir eins og lög gera ráð fyrir. Aðrir voru teknir á minni hraða en einn þeirra var á 107 km þar sem hámarkshraði er 70.
Nokkuð hefur borið á því að bíleigendur vanræki að fara með ökutæki sín í aðalskoðun og fengu fjórir boð um það í gær frá lögreglu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024