Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekkert lát á framkvæmdum við flugstöðina
Miðvikudagur 26. desember 2018 kl. 08:00

Ekkert lát á framkvæmdum við flugstöðina

Gott hljóð í forsvarsmönnum Isavia þrátt fyrir samdrátt hjá WOW air

Þrátt fyrir vátíðindi í tenglsum við WOW flugfélagið er hljóðið gott í forsvarsmönnum Isavia. Björn Óli Hauksson, forstjóri félagsins segir að starfsmenn og samstarfsaðilar vinni hörðum höndum að hönnun og undirbúningi fyrir næstu framkvæmd sem er tengibygging milli suður- og norðurbyggingar flugstöðvarinnar. Það er framkvæmd upp á um þrjá tugi milljarða og í farvatninu eru síðan frekari framkvæmdir við stækkun flugstöðvarinnar.
Björn Óli segir í viðtalinu að líklega verði um 30 flugfélögum sem muni fljúga til og frá Keflavík á næsta ári en viðbúið sé að aukningin verði ekki í líkingu við undanfarin ár, m.a. vegna samdráttar hjá Wow.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024