Ekkert „Klámkvöld“ og skemmtanaleyfi Traffic afturkallað
- halda þess í stað „Blátt kvöld“ á skemmtistaðnum Hápunktinum
Ekkert verður af klámkvöldi á veitingahúsinu Traffic þar sem skemmtanaleyfi staðarins hefur verið afturkallað um óákveðinn tíma. Skipuleggjendur dagskrárinnar sem vera átti á Traffic hafa flutt skemmtunina yfir götuna, orðað dagskránna upp á nýtt og halda „Blátt kvöld“ á skemmtistaðnum Hápunktinum. Að sögn aðstandenda dagskrárinnar verður hún með sama sniði og undanfarin ár.
Víkurfréttum hefur borist yfirlýsing frá skipuleggjendum klámkvöldsins sem er eftirfarandi:
„Skipuleggjendur Klámkvöldsins harma þá ákvörðun lögreglunnar í Keflavík að banna skemmtunina sem átti að fara fram annað kvöld. Við teljum að kvöldið, skipulagning þess og/eða auglýsingar á því hafi ekki brotið nein lög og okkur hefur ekki borist kvartanir frá neinum í sambandi við kvöldið.
Klámkvöldið hefur verið haldið síðan 2001 og hefur lögregla ekki sett út á það sem hefur farið fram á kvöldinu frá byrjun. Við viljum ítreka það að ekkert ólöglegt hefur eða mun fara fram á þessum kvöldum. Lögreglan setur aðeins út á auglýsingaplakat kvöldsins en ekki skemmtunina sjálfa.
Við viljum einnig að það komi fram að í Klámkvöldinu felst engin kvenfyrirlitning eins og margir hafa viljað halda fram. Kvöldið átti aðeins að vera haldið öðrum til skemmtunar og hafa gestir kvöldsins komið og farið ánægðir í þau fjögur ár sem það hefur verið haldið.
Skipuleggjendur Klámkvöldsins vilja jafnframt taka það fram að Blátt kvöld verður haldið á skemmtistaðnum Hápunktinum í Keflavík annað kvöld“.
Undir þetta rita skipuleggjendur Klámkvöldsins sem kjósa að koma ekki fram undir nafni að svo komnu máli.
Ekkert verður af klámkvöldi á veitingahúsinu Traffic þar sem skemmtanaleyfi staðarins hefur verið afturkallað um óákveðinn tíma. Skipuleggjendur dagskrárinnar sem vera átti á Traffic hafa flutt skemmtunina yfir götuna, orðað dagskránna upp á nýtt og halda „Blátt kvöld“ á skemmtistaðnum Hápunktinum. Að sögn aðstandenda dagskrárinnar verður hún með sama sniði og undanfarin ár.
Víkurfréttum hefur borist yfirlýsing frá skipuleggjendum klámkvöldsins sem er eftirfarandi:
„Skipuleggjendur Klámkvöldsins harma þá ákvörðun lögreglunnar í Keflavík að banna skemmtunina sem átti að fara fram annað kvöld. Við teljum að kvöldið, skipulagning þess og/eða auglýsingar á því hafi ekki brotið nein lög og okkur hefur ekki borist kvartanir frá neinum í sambandi við kvöldið.
Klámkvöldið hefur verið haldið síðan 2001 og hefur lögregla ekki sett út á það sem hefur farið fram á kvöldinu frá byrjun. Við viljum ítreka það að ekkert ólöglegt hefur eða mun fara fram á þessum kvöldum. Lögreglan setur aðeins út á auglýsingaplakat kvöldsins en ekki skemmtunina sjálfa.
Við viljum einnig að það komi fram að í Klámkvöldinu felst engin kvenfyrirlitning eins og margir hafa viljað halda fram. Kvöldið átti aðeins að vera haldið öðrum til skemmtunar og hafa gestir kvöldsins komið og farið ánægðir í þau fjögur ár sem það hefur verið haldið.
Skipuleggjendur Klámkvöldsins vilja jafnframt taka það fram að Blátt kvöld verður haldið á skemmtistaðnum Hápunktinum í Keflavík annað kvöld“.
Undir þetta rita skipuleggjendur Klámkvöldsins sem kjósa að koma ekki fram undir nafni að svo komnu máli.