Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

„Ekkert kjass og káf er liðið“
Miðvikudagur 14. september 2016 kl. 20:40

„Ekkert kjass og káf er liðið“

Ekkert kjass og káf er liðið,
klám og nudd og blautlegheit.
En Grindvíkingar geta riðið 
ef greyin fara upp í sveit.
 
Svona hljóðar vísa eftir Jónas Friðrik um raunir Grindvíkinga í kjölfar frétta Víkurfrétta frá því í gær að með öllu óheimilt væri að ríða í þéttbýli í Grindavík. Vísan fer nú sem eldur um sinu um fésbókina og þá sérstaklega á síðum Grindvíkinga.
 
Hér má lesa um ástæður þess að Grindvíkingar verða að fara upp í sveit.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024