Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekkert kjarnorkubrölt í Vogum
Mánudagur 5. nóvember 2012 kl. 02:15

Ekkert kjarnorkubrölt í Vogum

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkir að lýsa því yfir að Sveitarfélagið Vogar verði kjarnorkulaust sveitarfélag.

Á fundi bæjarráðs Voga í síðasta mánuði var bréf Samtaka hernaðarandstæðinga dags. 1. október 2012 lagt fram þar sem þess var farið á leit við Vogamenn að sveitarfélagið þeirra verði kjarnorkulaust sveitarfélag. Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn, sem hefur lýst því formlega yfir að ekkert kjarnorkubrölt verði í sveitarfélaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024