Ekkert heitt vatn í Garði og Sandgerði

Íbúar í Garði og Sandgerði fá ekkert heitt vatn frameftir degi. Ástæðan er sú að heitavatnslögn fór í sundur á Miðnesheiði. Unnið er að viðgerð þessa stundina og er vonast til að þeirri vinnu ljúki síðar í dag.






