Fréttir

Ekkert heitt vatn á Suðurnesjum seinni partinn á morgun
Þriðjudagur 10. október 2017 kl. 11:27

Ekkert heitt vatn á Suðurnesjum seinni partinn á morgun

Vegna bilunar í stofnlögn hitaveitu þarf að taka vatnið af á morgun, miðvikudaginn 11. október, kl. 16. Lokað verður fyrir vatnið fram eftir nóttu eða þangað til viðgerð líkur. Ekkert heitt vatn verður í Reykjanesbæ, Garði, Sandgerði, Vogum og á flugstöðvarsvæðinu.

Reynt verður að setja inn stöðuuppfærslur og myndir af framgangi viðgerðar á Facebook-síðu HS Veitna.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024