Þriðjudagur 7. nóvember 2017 kl. 12:19
Ekkert heitt vatn á Ásbrú fram á kvöld
Lokað verður fyrir heita vatnið í hádeginu á Ásbrú, en ástæðan er bilun í hitaveitustofni fyrir Ásbrú. Ekki verður vatnslaust á öllu svæðinu en þó á stórum hluta. Þetta kemur fram á facebook síðu HS Veitna.
Vonast er til að vatnið verði komið á fyrir kvöldið.