Ekkert flug vegna veðurs
 Allt flug um Keflavíkurflugvöll liggur nú niðri vegna veðurs. Sex flugvélar áttu að fara frá landinu til Evrópuborga í morgun en ferðum þeirra var frestað og verður athugað með þær klukkan níu.
Allt flug um Keflavíkurflugvöll liggur nú niðri vegna veðurs. Sex flugvélar áttu að fara frá landinu til Evrópuborga í morgun en ferðum þeirra var frestað og verður athugað með þær klukkan níu.Tvær flugvélar komu hingað til lands frá Bandaríkjunum í nótt en þar sem Keflavíkurflugvöllur var lokaður lenti flugvél sem var að koma frá Boston í Reykjavík en flugvél sem var að koma frá New York lenti á Egilsstöðum um klukkan hálf átta í morgun.
Engar flugvélar eru væntanlegar hingað til lands á næstu klukkutímum, segir í samantekt mbl.is
Mynd: Frá Reykjanesbæ í morgun.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				