Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 10. desember 2007 kl. 23:23

Ekkert ferðaveður

Ekkert ferðaveður er á Reykjanesbrautinni vegna veðurofsans sem geysar þessa stundina á suðvesturhorni landsins og er fólk eindregið varað við því að vera á ferli. Björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa verið kallaðar út vegna foks. Lausamunir, þakplötur og grindverk hafa verið að fjúka. Veðurhæðin hefur rokið vel yfir 30 m/s í hviðum á Keflavíkurflugvelli og í Grindavík, samkvæmt athugunartöflu Veðurstofunnur.
Þess má geta að í Skálafelli mældist vindhviða 53 m/s kl. 22.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024