Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekkert enn gefið upp hvað gerðist í aðdraganda strands
Laugardagur 3. nóvember 2018 kl. 12:58

Ekkert enn gefið upp hvað gerðist í aðdraganda strands

Ekkert hefur verið gefið upp um það hvað gerðist þegar sementsflutningaskipið Fjordvik strandaði á utanverðum sjóvarnargarði Helguvíkurhafnar eftir miðnætti í nótt.

FRÁ BJÖRGUNARAÐGERÐUM Í NÓTT
 
Á vefnum MarineTraffic.com má sjá feril skipsins og hvar það siglir upp í grjótgarðinn. Skipið hefur oft komið til Helguvíkur og skipstjórinn þekkir aðstæður þar, samkvæmt viðtali RÚV við Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra í Reykjanesbæ.
 
Hafnarstjórn Reykjaneshafnar hefur verið á fundum í dag með yfirvöldum um framhald aðgerða í Helguvík.
 
Á myndinni með fréttinni má sjá feril sementsflutningaskipsins í aðdragada þess að það strandaði.

HÉR ERU NÝJUSTU MYNDIR AF VETTVANGI STRANDSINS

 
Fjordvik á strandstað í Helguvík í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024