Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekkert draugaskip og engar línulagnir
Þriðjudagur 1. apríl 2008 kl. 23:10

Ekkert draugaskip og engar línulagnir

Þá er fyrsti apríl að kvöldi kominn og því ástæða til að vekja athygli netverja á því að ekkert draugaskip fannst rekið á Garðskagafjörur í dag. Myndin af strandinu var úr smiðju Ellerts Grétarssonar. Skipið á myndinni var reyndar Kristbjörg VE, en myndin var tekin í Skipasmíðastöð Njarðvíkur skömmu áður en skipið var rifið þar fyrir fáeinum misserum.


Þá má segja frá því að úrskurður Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra liggur ekki fyrir og hvað þá að skrifað hafi verið undir samninga um línulagnir vegna álvers í Helguvík.
Talsverð umferð var út á Garðskaga fram eftir degi og margir sem höfðu stuttan stans, eiginlega snéru bara við á punktinum. Álversfólk lét hins vegar ekki plata sig og gestir á bæjarstjórnarfundi, þar sem skrifa átti undir samninga, voru ekki fleiri en vanalega.


Þá má að endingu geta þess að engin var sérsveitin heldur í Röstinni, en þangað voru tveir blaðamenn Víkurfrétta plataðir að undirlagi ritstjóra og fréttastjóra Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024