Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekkert athugavert við skoðun á Leoncie
Miðvikudagur 1. febrúar 2012 kl. 10:24

Ekkert athugavert við skoðun á Leoncie

Eins og greint var frá á vef Víkurfrétta í gær var skemmtikrafturinn Leoncie ekki sérlega ánægð með öryggisgæsluna á Keflavíkurflugvelli er hún hugðist fljúga af landi brott á dögunum. Leoncie sakar þar öryggisvörð um að áreita sig en Isavia vísar þeim ásökunum á bug eins og sjá má í svari þeirra hér að neðan.

„Athugun á framkvæmd öryggisskoðunar vegna flugverndar á nafngreindum flugfarþega á Keflavíkurflugvelli hefur leitt í ljós að hún fór fram á reglubundinn hátt og án tilefnis til þeirra viðbragða sem farþeginn sýndi. Um er að ræða almenna vopnaleit í opnu rým og í augsýn annarra farþega sem framkvæmd er undir myndavélaeftirliti. Þótt fjölmiðlum þyki e.t.v. yfirlýsingar af þessum toga fréttnæmar eða vilji henda gaman að er alvarlegt að ekki skuli óskað skýringa áður en svo einhliða fréttaflutningur er birtur. Þetta er sérstaklega ámælisvert í ljósi þess að aðrir fjölmiðlar endurbirta gjarnan slíkar fréttir athugasemdalaust og eftir sitja grandvarir starfsmenn sem hafðir eru fyrir rangri sök.“

Fréttin frá því í gær

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024