Ekkert annað en hryðjuverkamenn - með sjö stóra bensínbrúsa á afturstuðaranum
Vegfarandi hafði samband við Víkurfréttir og lögreglu nú í kvöld eftir að hafa ekið á eftir jeppabifreið af Keflavíkurflugvelli á Reykjanesbrautinni. Á afturstuðara bifreiðarinnar voru festir sjö bensínbrúsar sem hver um sig tekur 20-25 lítra af bensíni. Bifreiðum sem þessum er hleypt útaf varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli athugasemdalaust og út í íslenska umferð. Miðað við að brúsarnir taki 25 lítra hver hafa þetta því verið 175 lítrar af bensíni á stuðaranum við upphaf ferðar ef allir brúsarnir hafa verið fullir.
„Menn eru að hafa áhyggjur af hryðjuverkamönnum út um allan heim og hvar þeir feli sprengjurnar sínar á sama tíma og þetta er látið viðgangast hér. Þetta eru ekkert annað en hryðjuverkamenn í sjálfsmorðshugleiðingum að vera með, eins og í þessu tilviki, sjö brúsa eða allt að 175 lítra af bensíni bundna á afturstuðarann.
Það getur hver maður séð hvaða afleiðingar það hefur ef þessi bifreið lendir í árekstri með þennan farm óvarinn á stuðaranum. Mér var nóg boðið og því hafði ég samband við lögregluna og vonast til þess að tekið verði á þessu máli af alvöru nú þegar mesta umferðarhelgi ársins er framundan. Ég vil ekki sjá þessar tifandi tímasprengjur úti í umferðinni,“ sagði viðmælandi Víkurfrétta nú í kvöld.
Ljósmyndari Víkurfrétta náði meðfylgjandi myndum við aðalhlið Keflavíkurflugvallar en þar hefur lögreglan stöðvað för bifreiðarinnar. Það er hins vegar vitað að það hefur viðgengist í fjölmörg ár að þegnar varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli hafa farið með mikið magn af eldsneyti út af Vellinum með þessum hætti, enda eldsneytisverð innan girðingar úr öllum takti við það sem gerist utan hennar. Gallon af bensíni (fjórir lítrar) kostar þannig rétt rúma tvo dollara eða um það bil sama og lítrinn kostar á íslenskri bensínstöð.
VF-myndir: Jeppabifreið með sjö bensínbrúsa á stuðaranum í aðalhliði Keflavíkurflugvallar nú í kvöld. Við upphaf ferðar hafa þetta því verið 175 lítrar af bensíni í brúsunum sjö, miðað við að hver þeirra taki 25 lítra.
„Menn eru að hafa áhyggjur af hryðjuverkamönnum út um allan heim og hvar þeir feli sprengjurnar sínar á sama tíma og þetta er látið viðgangast hér. Þetta eru ekkert annað en hryðjuverkamenn í sjálfsmorðshugleiðingum að vera með, eins og í þessu tilviki, sjö brúsa eða allt að 175 lítra af bensíni bundna á afturstuðarann.
Það getur hver maður séð hvaða afleiðingar það hefur ef þessi bifreið lendir í árekstri með þennan farm óvarinn á stuðaranum. Mér var nóg boðið og því hafði ég samband við lögregluna og vonast til þess að tekið verði á þessu máli af alvöru nú þegar mesta umferðarhelgi ársins er framundan. Ég vil ekki sjá þessar tifandi tímasprengjur úti í umferðinni,“ sagði viðmælandi Víkurfrétta nú í kvöld.
Ljósmyndari Víkurfrétta náði meðfylgjandi myndum við aðalhlið Keflavíkurflugvallar en þar hefur lögreglan stöðvað för bifreiðarinnar. Það er hins vegar vitað að það hefur viðgengist í fjölmörg ár að þegnar varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli hafa farið með mikið magn af eldsneyti út af Vellinum með þessum hætti, enda eldsneytisverð innan girðingar úr öllum takti við það sem gerist utan hennar. Gallon af bensíni (fjórir lítrar) kostar þannig rétt rúma tvo dollara eða um það bil sama og lítrinn kostar á íslenskri bensínstöð.
VF-myndir: Jeppabifreið með sjö bensínbrúsa á stuðaranum í aðalhliði Keflavíkurflugvallar nú í kvöld. Við upphaf ferðar hafa þetta því verið 175 lítrar af bensíni í brúsunum sjö, miðað við að hver þeirra taki 25 lítra.