Ekkert að óttast, bara æfing
Nánast allar fréttastofur landsins fengu símhringingu í morgun vegna mikil reyks ofan af Keflavíkurflugvelli. Flestir, sem búið hafa í einhvern tíma hér á svæðinu, vita að reykjamökkur þessi boðar ekkert annað en vel þjálfað slökkvilið. Hér er nefnilega æfing á ferð en ekkert stórslys.
Slökkviliðið Keflavíkurflugvallar æfir reglulega í Pyttinum svokallaða og myndast þá þessi mikli, svarti mökkur. Ókunnugir gætu hæglega túlkað þetta sem einhver vátíðindi enda virðist reykjarmökkurinn stíga beint upp af flugvellinum.