Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekið yfir leiði í Hólmsbergskirkjugarði
Föstudagur 27. desember 2013 kl. 16:02

Ekið yfir leiði í Hólmsbergskirkjugarði

Skemmdir voru unnar á leiði í Hólmsbergskirkjugarði nú fyrir jólin þegar ekið var yfir leiði í garðinum. Rammi úr málmi sem afmarkar leiðið er ónýtur eftir að ekið var yfir hann.

Akstur í kirkjugörðum í Reykjavík komst í fréttirnar fyrir jól þar sem ekið var yfir leiði í kirkjugörðum Reykjavíkur. Grétar Ólason vekur athygli á akstri yfir leiði í Hólmsbergskirkjugarði og hvetur þann sem ók yfir leiðið að sjá sóma sinn í að tilkynna um tjónið og spyr á sama tíma hvort ekki sé bannað að aka á milli leiða í kirkjugarðinum.

Hér má lesa reglur kirkjugarða Keflavíkur en þar eru ökumenn hvattir til að nota bílastæði og ganga um garðana.





Myndir: Grétar Ólason

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024