Ekið utan í bifreið við FS
 Ekið var utan í bifreið sem stóð í bifreiðarstæði við Fjölbrautarskóla Suðurnesja í gær.   Tjónvaldur fór af vettvangi án þess að láta vita af sér. Eigandi bifreiðarinnar kvaðst hafa lagt henni í stæði um kl. 08:00 um morguninn og séð skemmdirnar er hann kom að bifreiðinni í hádeginu.
Ekið var utan í bifreið sem stóð í bifreiðarstæði við Fjölbrautarskóla Suðurnesja í gær.   Tjónvaldur fór af vettvangi án þess að láta vita af sér. Eigandi bifreiðarinnar kvaðst hafa lagt henni í stæði um kl. 08:00 um morguninn og séð skemmdirnar er hann kom að bifreiðinni í hádeginu.Á kvöldvaktinni var ökumaður stöðvaður af lögreglunni í Keflavík, grunaður um ölvun við akstur.
Þá var ökumaður bifreiðar kærður í Grindavík fyrir að virða ekki biðskyldu og sýna mjög háskalegan akstur með því að aka í veg fyrir aðra bifreið.
Á sjötta tímanum í nótt stöðvaði lögreglan akstur ökumanns bifreiðar á Njarðarbraut í Njarðvík, í ljós kom að hann hafði aldrei tekið ökupróf.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				