VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Fréttir

Ekið til Grindavíkur frá Suðurstrandarvegi
Grindavík. Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson / Vísir
Mánudagur 20. nóvember 2023 kl. 00:05

Ekið til Grindavíkur frá Suðurstrandarvegi

Vegna nýrra gagna sem sýna aukið landris við Svartsengi hefur Lögreglan á Suðurnesjum ákveðið að þau sem hafa fengið skilaboð un innkomu í Grindavík á morgun (mánudaginn 20. nóvember), vegna verðmætabjörgunar, mæti við lokunarpóst við mót Krísuvíkurvegar/Suðurstrandarvegar í stað Grindavíkurvegs/Reykjanesbrautar.  Eins og alltaf þá eru þessi skilaboð miðuð við óbreytt ástand og gætu breyst án fyrirvara.

Áfram standa viðbragðsaðilar vaktina á lokurnarpósti og fylgja íbúum inn í Grindavík. Áfram er öryggi viðbragðsaðila og íbúa sem fara inn í bæinn sinn, í fyrirrúmi.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Þessar upplýsingar hafa verið sendar í tölvupósti til þeirra sem hafa fengið boð um að mæta á morgun. Gott er að hafa í huga að við þessar breytingar gæti orðið meiri bið eftir að komast inn til Grindavíkur. Viðbragðsaðilar gera þó allt til þess að svo verði ekki.

VF jól 25
VF jól 25