Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekið greitt í 30 km. hverfi
Sunnudagur 13. júlí 2008 kl. 13:47

Ekið greitt í 30 km. hverfi

Fremur tíðindalítið hefur verið hjá lögreglunni á Suðurnesjum síðasta sólarhringinn. Helst eru það hraðakstursbrot sem komast í fréttirnar, en lögreglan leitar enn vitna að eftirför sinni, en lögreglumenn mældu bifhjól á 212 km. hraða á Reykjanesbraut. Ferð þess var stöðvuð við Innri Njarðvík. Atvikið átti sér stað á föstudag og þeir sem urðu vitni að eftirförinni mega hafa samband við lögreglu í síma 420-1800.

Á föstudag voru einnig fimm aðilar sektaðir á einni klukkustund fyrir of hraðan akstur á Skólavegi í Keflavík í nágrenni Vatnaveraldar. Þar er 30 km. hámarkshraði og hverfið vel merkt hámarkshraðanum, auk þess sem stórt skilti segir til um hraðamælingar í hverfinu. Engu að síður er ekið alltof greitt þar í gegn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024