Ekið aftan á kyrrstæða bifreið á Reykjanesbraut
Ekið var aftan á kyrrstæða bifreið sem var kyrrstæð og mannlaus á vegaröxl á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Ökumaður bifreiðarinnar ók á kyrrstæða bílinn þegar hann hugðist nota vegaröxlina til að hleypa bíl fram úr sér.
Ökumaðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en meiðsl hans voru talin minniháttar. Báðir bílarnir eru taldir ónýtir. Dimmt var orðið þegar óhappið varð og voru engin ljós á bifreiðinni sem stóð kyrrstæð.
Ökumaðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en meiðsl hans voru talin minniháttar. Báðir bílarnir eru taldir ónýtir. Dimmt var orðið þegar óhappið varð og voru engin ljós á bifreiðinni sem stóð kyrrstæð.