Ekið á ungan dreng - ökumaður gefi sig fram
Ekið var á ungan dreng við Lyngholt í Keflavík í morgun um kl. 08. Ökumaður á dökkum smábíl gaf sig á tal við drenginn en yfirgaf svo vettvang, þar sem hann taldi að drengurinn væri óslasaður.
Drengurinn hlaut hins vegar áverka í slysinu og hvetur lögreglan nú ökumann bílsins, sem er lýst sem hávöxnum og dökkhærðum, til að hafa samband við lögregluna í Keflavík.