Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekið á unga stúlku við Hringbraut
Þriðjudagur 14. júní 2011 kl. 16:39

Ekið á unga stúlku við Hringbraut

Ekið var á 7 ára stúlku við Hringbraut skömmu fyrir hádegi í dag. Stúlkan slasaðist lítillega en slysið átti sér stað með þeim hætti að bifreið var ekið úr innkeyrslu og sá ökumaður ekki stúlkuna sem hjólaði á gangstéttinni ásamt vinkonu sinni.

Hátt grindverk var við innkeyrsluna og stúlkurnar ekki háar í loftinu og því sá bílstjórinn þær ekki. Stúlkan lenti á vinstra horni bílsins og féll við það í götuna en bifreiðin var blessunarlega ekki á mikilli ferð og var ekki bakkað og því gat ökumaður séð stúlkunar fljótlega. Stúlkan hruflaðist á fæti og kenndi sér til í ökkla og móðir hennar var kölluð til af lögreglu sem varð vitni að atburðinum og stúlkan færð undir læknishendur. Vinkonu stúlkunar sakaði ekki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024