Þriðjudagur 23. janúar 2001 kl. 09:27
				  
				Ekið á unga stúlku
				
				
				Ekið var á unga stúlku rétt fyrir kl. 8 sl. föstudagsmorgun. Slysið átti sér stað á Garðbraut í Garðil, til móts við Gerðaskóla.
Stúlkan var flutt með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Meiðsli hennar voru minni en óttast hafði verið.