Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekið á tvær bifreiðar: tjónvaldar stungu af
Fimmtudagur 23. september 2004 kl. 10:11

Ekið á tvær bifreiðar: tjónvaldar stungu af

Ekið hefur verið utan í tvær bifreiðir á Suðurnesjum síðan í gær en þá var tilkynnt um að ekið hafi verið utan í vinstra frambretti á hvítri Hyundai Coupe í Keflavík. Bifreiðin var í stæði á Kirkjuvegi í Keflavík og að sögn eiganda telur hann að ekið hafi verið utan í bifreiðina á bilinu frá 19 til 7.
Í morgun var tilkynnt um að ekið hafi verið á Volvo 460 á Skólabraut í Grindavík en tjónvaldur ekið á brott. Talið er að ekið hafi verið á bifreiðina á bilinu frá 19 til 8 í morgun. Þeir sem geta veitt upplýsingar um þessi mál er bent á að hafa samband við lögregluna í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024