Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ekið á þrjár bifreiðar og stungið af
Föstudagur 4. október 2013 kl. 12:08

Ekið á þrjár bifreiðar og stungið af

Þreyttur ferðalangur ók á ljósastaur

Sjö umferðaróhöpp voru skráð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ferðamaður bakkaði bílaleigubíl á mannlausa bifreið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og annar ók á ljósastaur á bifreiðastæðinu fyrir komufarþega. Kvaðst sá síðarnefndi hafa verið að koma þreyttur úr löngu flugi og hreinlega ekki séð staurinn.

Þá tók átján ára piltur heimilisbifreiðina í leyfisleysi og ók utan í kyrrstæða, mannlausa bifreið. Pilturinn er ekki með ökuréttindi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Loks var ekið á þrjár bifreiðar og létu þeir sem það gerðu sig hverfa af vettvangi án þess að gera vart við sig.
Lögregla rannsakar málin.