Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekið á stúlku í Njarðvík
Þriðjudagur 28. maí 2002 kl. 21:35

Ekið á stúlku í Njarðvík

Ökumaður sendibifreiðar ók á 11 ára gamla stúlku um þrjúleytið í dag. Atburðurinn átti sér stað á Sjávargötu í Njarðvík og var stúlkan að leik á línuskautum þegar atvikið átti sér stað. Stúlkan er ekki talinn alvarlega slösuð en henni var ekið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.Ökumaður sendibifreiðarinnar ók á brott án þess að huga að stúlkunni en að sögn Skúla Jónssonar, varðstjóra, er talið líklegt að ökumaðurinn hafi ekki gert sér grein fyrir atvikinu. Lögreglan í Keflavík óskar eftir að ná tali af ökumanninum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024