Ekið á stúlku
Við áramótabrennu Sandgerðinga sem fram fór í snemma í gærkvöldi var ekið á 12 ára stúlku. Meiðsl stúlkunnar voru ekki talin alvarleg en hún hafði gengið yfir Sandgerðisveginn og í veg fyrir bifreið sem átti leið hjá.
Þá voru tveir menn handteknir eftir að bifreið þeirra lenti á grindverki við bensínstöð í Reykjanesbæ. Þeir voru báðir ölvaðir og grunaðir um akstur bifreiðarinnar en annar þeirra hafði reynt að komast undan lögreglu en var handtekinn á göngu í næsta nágrenni.
Loks var tilkynnt um þrjú umferðaróhöpp í gærkvöldi en mjög mikil hálka var á Suðurnesjum. Á Reykjanesbrautinni hafnaði ein fólksbifreið á ljósastaur og önnur valt út fyrir veg. Á Suðurstrandarvegi, austan Grindavíkur valt fólksbifreið. Ekki hlutust meiðsl í þessum óhöppum en tjón á bifreiðum var töluvert.
VF-mynd úr safni