Þriðjudagur 14. nóvember 2006 kl. 09:04
Ekið á staur á Stapanum
Á níunda tímanum í gærkvöldi var til kynnt til lögreglunnar í Keflavík að bifreið hafi verið ekið á ljósastaur á Reykjanesbraut á Stapanum.
Bifreiðin var flutt burtu með kranabifreið, en ökumaður sem var einn í bifreiðinni kenndi sér ekki meins.