Ekið á reiðhjólamann í gærkvöldi
Ekið var á reiðhjólamann á Tjarnarbraut í Innri-Njarðvík á milli kl. 19:00 og 20:00 í gærkvöldi. Hvorki lögregla né sjúkralið var kallað á staðinn en ökumaður bifreiðarinnar gaf sig á tal við reiðhjólamanninn og ók honum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.
Lögreglan í Keflavík óskar þess að ná tali af ökumanninum vegna málsins.
Lögreglan í Keflavík óskar þess að ná tali af ökumanninum vegna málsins.