Ekið á móti umferð á tvöfaldri Reykjanesbraut
Borið hefur á því að ekið sé á móti umferð á tvöfalda kaflanum á Reykjanesbrautinni. Tilkynnt var um eitt slíkt atvik um helgina. Lögreglan í Keflavík segir á vefsvæði sínu að það sé torskilið hvernin breikkunin geti farið framhjá ökumönnum.
Meðfylgjandi mynd var hins vegar tekin á föstudag og þá vakti athygli að bílar óku samsíða á brautinni á löngum kafla sem kom í veg fyrir eðlilegan framúrakstur. Lögreglan hefur mælst til þess að menn noti hægri akreinina á ferð sinni um tvöfalda kaflann, þannig að framúrakstur geti átt sér stað á þeirri vinstri.
VF-ljósmynd: Hilmar Bragi