Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ekið á matarolíu hjá Keili - og lyktin eins og af frönskum kartöflum
Miðvikudagur 14. júlí 2010 kl. 10:19

Ekið á matarolíu hjá Keili - og lyktin eins og af frönskum kartöflum

Á vegum bandarískra stjórvalda hefur dvalið síðustu þrjá mánuði hjá Keili kona að nafni Pushpa Kathir. Hún er vísindamaður af hæsta gæðaflokki. Dvöl hennar hér fellur undir svokallaðan Science Fellow þar sem vísindafólki bandarísku er boðið að dvelja erlendis í því skyni að efla tengsl milli vísindafólks og koma á samstarfi.

Pushpa hefur heldur betur skilað góðu verki því þegar eru komin af stað rannsóknarverkefni á vegum Keilis og bandarískra aðila. Má þar nefna framleiðslu á metani úr lífrænum úrgangi, s.s. hæsnaskít, fiskúrgangi o.fl. Ennfremur spennandi verkefni er lýtur að því að vinna metan úr jarðgufunni í Svartsengi. Það verkefni tengist m.a. NASA, bandarísku geimferðastofnuninni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eitt síðasta verk Pushpu hérlendis var að búa til eldsneyti á díselbíl úr matarolíu. Notaði hún hina glæsilegu rannsóknaraðstöðu Keilis til þess en nemendur lögðu til bílinn. Og undrun gerðust – bílnum var ekið af stað, drifinn af matarolíu. Lyktin var eins og af frönskum kartöflum.

Starfsfólk Keilis og nemendur kveðja þennan góða og skemmtilega vísindamann með söknuði og víst er að verk hennar eiga eftir að skila miklu í samfélag okkar.

Á myndinni má sjá Pushpu með nemendum Keilis að skella matarolíunni á bilinn góða.