Ekið á ljósastaur í Garði
Ungur ökumaður ók á ljósastaur í Garðinum í gærkvöldi. Staurinn rifnaði upp með "rótum" og bifreiðin skemmdist talsvert. Í morgunsjónvarpi Stöðvar 2 var sagt að ökumaðurinn hafi verið að skipta um geisladisk í spilara og misst sjónar af veginum með þessum afleiðingum.Þá varð harður árekstur í gærkvöldi á mótum Hringbrautar og Vesturbrautar í Keflavík, við Skiptingu. Þar rákust saman jeppi og fólksbíll og varð eignatjón talsvert. Fjarlægja varð bifreiðarnar með kranabifreið. Engin alvarleg slys urðu á fólki.