Ekið á kyrrstæðan bíl
Fyrir miðnætti var tilkynnt til lögreglunnar að ekið hafi verið á kyrrstæða og mannlausa bifreið fyrir utan Sólvallagötu í Keflavík. Sá sem olli tjóninu hvarf af vettvangi.
Í morgun voru tveir menn kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbrautinni. Annar þeirra var á 120 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km. Hinn var mældur á 100 km hraða þar sem hámarkshraðinn er 70 km.