Laugardagur 17. desember 2005 kl. 01:46
Ekið á hjólreiðamann við Stekk
Um miðjan dag í gær, föstudag, var tilkynnt til lögreglunnar að ekið hafi verið á mann sem var á reiðhjóli á Njarðarbraut við Stekk í Njarðvík. Hjólreiðarmaðurinn kvartaði undan eymslum í vinstri öxl og mjöðm. Hann var fluttur á HSS til læknisskoðunnar. í ljós kom að hann var tognaður.