Ekið á gaskúta og kant
Það óhapp varð um helgina að bifreið var ekið inn í port hjá Olís í Grindavík og á skáp sem hafði að geyma gaskúta. Þar sat bifreiðin föst. Hún var losuð og slapp ökumaður ómeiddur.
Þá var lögreglunni á Suðurnesjum tilkynnt um að bifreið hefði verið ekið upp á steyptan kant við hús í Keflavík. Ökumaður var búinn að kalla til dráttarbifreið, þegar lögregla kom á vettvang, en kalla þurfti út slökkvilið til að hreinsa upp olíu sem lekið hafði úr bílnum við höggið.