Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Fréttir

Ekið á gangandi vegfaranda
Ekið var á gangandi vegfaranda í Keflavík á þriðjudagskvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 1. október 2021 kl. 17:07

Ekið á gangandi vegfaranda

Nokkur umferðaróhöpp urðu í gær á Suðurnesjum og var einn ökumannanna fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Fáein umferðaróhöpp hafa að auki orðið á undanförnum dögum.

Ekið var á gangandi vegfaranda í Keflavík í vikunni með þeim afleiðingum að hann hlaut meiðsl á höfði og fæti. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala í Fossvogi.

Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur það sem af er vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 147 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Hans bíður 210 þúsunda króna sekt.

Fáeinir ökumenn voru teknir úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur. Þar af óku tveir sviptir ökuréttindum.

Dubliner
Dubliner