Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekið á fimm ára barn
Föstudagur 27. apríl 2018 kl. 11:13

Ekið á fimm ára barn

Ekið var á fimm ára gamalt barn í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Barnið var á leið yfir gangbraut og leiddu hjólið sitt þegar óhappið varð. Ausandi rigning var og sá ökumaður barnið ekki fyrr en of seint, hann fór þegar að huga að því og hringdi í Neyðarlínuna.
Barnið var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og reyndist hafa sloppið með mar á fótum.

Þá hafnaði bifreið utan vegar við Fitjar í Reykjanesbæ, ökumaðurinn var að forða árekstri á hringtorginu við Stekk með framangreindum afleiðingum. Hann kenndi eymsla og var fluttur með sjúkrabifreið á HSS.
Árekstur varð einnig á bryggjunni í Sandgerði, en engin slys á fólki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024