Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekið á dreng í Innri-Njarðvík
Mánudagur 28. september 2020 kl. 10:55

Ekið á dreng í Innri-Njarðvík

Nokkuð hefur verið um slys í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum.

Ekið var á dreng, sem var á reiðhjóli, á Njarðvíkurbraut í Innri-Njarðvík í síðustu viku. Drengurinn sem um ræðir fann til verkja og var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá varð slys þegar ung stúlka missti stjórn á vespu og skall með hökuna á gangstéttarbrún. Stúlkan var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Karlmaður sem var við vinnu sína á Keflavíkurflugvelli fékk járnstykki í höfuðið og rotaðist. Hann var fluttur með sjúkrabifreið undir læknis hendur.

Þá datt drengur á reiðhjóli í Sandgerði og var talið að hann hefði úlnliðsbrotnað. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á HSS.