Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekið á bíl við FS
Þriðjudagur 30. nóvember 2004 kl. 15:12

Ekið á bíl við FS

Nemandi í Fjölbrautarskóla Suðurnesja varð fyrir þeirri miður skemmtilegu lífsreynslu í morgun að ekið var utan í bifreið hennar svo að verulega sá á.

Bíllinn var mannlaus við FS þegar atvikið átti sér stað fyrir hádegi, en þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem spjöll eru unnin á bílnum.

Miðað við skemmdirnar hefur áreksturinn verið nokkuð harður og eru þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar beðnir að hafa samband við Lögregluna í Keflavík í síma 420-2450.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024