Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 23. mars 2004 kl. 09:25

Ekið á bifreið markaskorara við FS

Knattspyrnukonan og markaskorarinn Nína Ósk Kristinsdóttir úr Sandgerði varð fyrir óskemmtilegri reynslu utan við Fjölbrautaskóla Suðurnesja sl. fimmtudag. Þegar hún kom að bifreiðinni sinni úti á bílastæði var búið að keyra utan í bifreiðina og valda á henni skemmdum. Ekki er hægt að sjá lit af annarri bifreið í skemmdinni, en hins vegar var skemmdin skítug, sem gæti verið vegna þess að grafa eða vinnutæki hafi rekist í bílinn. Bifreiðin er blár Renault Megane Coupe. Þeir sem geta veitt einhverjar upplýsingar um málið eru hvattir til að hafa samband í síma 423 7746 eða 846 5078.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024