Laugardagur 19. ágúst 2006 kl. 13:17
Ekið á barn við Hringbraut
Ekið var á barn á Hringbraut í Reykjanesbæ laust eftir hádegi í dag. Barnið var á reiðhjóli að sögn lögreglunnar í Keflavík en það mun ekki hafa hlotið alverleg meiðsli og var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.