Ekið á 6 ára dreng í Grindavík
Ekið var á 6 ára dreng við Miðgarð í Grindavík kl. 20.30 í gærkvöldi. Í fyrstu var talið að drengurinn væri líklega fótbrotinn, en annar fóturinn á honum hafði orðið undir afturhjóli bifreiðar sem hafði ekið rólega framhjá honum. Lögregla og sjúkrabifreið fóru á vettvang og fluttu drenginn á Heilbriðgisstofun Suðurnesja til aðhlynningar. Við skoðun þar kom í ljós að hann var ekki fóbrotinn heldur hafði hann tognað á fætinum og fékk að fara heim að skoðun lokinni.