Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eivör Pálsdóttir að Útskálum
Þriðjudagur 14. október 2008 kl. 17:39

Eivör Pálsdóttir að Útskálum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir mun syngja á Menningardögum í Útskálakirkju næstkomandi sunnudag, 19. október. Dagskráin í Útskálakirkju mun hefjast kl. 16:30 en auk söngkonunnar góðkunnu munu þeir séra Björn Sveinn Björnsson sóknarprestur og Jón Hjálmarsson, formaður sóknarnefndar flytja ávarp.

Egill Ólafsson syngur í Hvalsneskirkju

Hinn þjóðkunni Egill Ólafsson syngur í Hvalsneskirkju á sunnudaginn kl. 18 í tengslum við Menningardaga í kirkjum á Suðurneskjum. Undirleikari Egils er Jónas Þórir. Séra Björn Sveinn Björnsson sóknarprestur og Reynir Sveinsson sóknarnefndarformaður munu flytja ávörp.

Magnús Þór Sigmundsson í Kálfatjarnarkirkju

Magnús Þór Sigmundsson syngur og leikur á gítar á Menningardögum í Kálfatjarnarkirkju nk. sunnudag. Dagskráin hefst kl. 13 með söng kórs Kálfatjarnarkirkju undir stjórn Frank Herlufsen. Ágrip af sögu Kálfatjarnarkirkju verður flutt auk útskýringar á hlutverki messuskrúðans.