Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eiturgufur í Sandgerði
Mánudagur 9. maí 2011 kl. 08:35

Eiturgufur í Sandgerði

- Ammóníakleki í Slægingarþjónustu

Slökkviliðið í Sandgerði og lögreglan á Suðurnesjum voru kölluð út upp úr klukkan hálf níu í gærkvöldi að húsi Slægingarþjónustu Suðurnesja í Sandgerði. Þar lak ammóníak af kælikerfi. Tveir slökkviliðsmenn i eiturefnabúningum fóru inn og tókst þeim að stöðva lekann. Norðanátt var þegar óhappið varð og lagði gufur því ekki yfir byggðina heldur suður með ströndinni og á haf út. Að sögn lögreglu er óljóst hversu mikið tjón varð, en talsvert af fiski var innandyra. Rúv greinir frá.

Mynd: 245.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024