Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eiturefnasveit berst við kraumandi eiturefni í gámi í Grindavík
Miðvikudagur 18. febrúar 2009 kl. 19:10

Eiturefnasveit berst við kraumandi eiturefni í gámi í Grindavík

Slökkviliðsmenn á vettvangi eiturefnaleka í Grindavík hafa ekki hugmynd um við hvaða efni þeir eru að eiga. Þetta staðfesti Ásmundur Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík í samtali við Víkurfréttir nú síðdegis.

Rjúka tók úr 40 feta gámi utan við iðnaðarhús við Tangarsund í Grindavík um hádegisbil. Sökkvilið Grindavíkur var sent á staðinn. Þegar gámurinn var opnaður kom í ljós að hann var fullur af vörubrettum. Fyrir innan brettin voru hins vegar eiturefnin sem baráttan hefur staðið við í dag. Efnahvörf hafa greinilega orðið í um tveimur tonnum af torkennilegu efni og urðu reykkafarar Slökkviliðs Grindavíkur fyrir ertingu. Þá var kallað eftir aðstoð eiturefnasveitar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, auk þess sem Brunavarnir Suðurnesja komu með súrefnisbanka á svæðið.

Eins og fyrr segir er á þessari stundu ekki ljóst hvaða efni eru í gámnum, hugsanlega einhverskonar sýra. Stór ílát sem eitraðan reyk leggur frá hafa verið tekin út úr gámnum. Ákveðið var að beita hefðbundnum aðferðum við að slá á eiturgufurnar.

Samkvæmt upplýsinum slökkviliðsins hefur gámurinn verið þarna í um tvö ár en hann er í eigu fyrirtækis sem heitir Optimal. Ástæða þess að efnahvörfin verða í gámnum í dag er ekki ljós. Þegar ljóst var að um eiturefni væri að ræða var stórt svæði rýmt.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Uppfært: Efnin sem um ræðir munu vera íblöndunarefni fyrir rækjuvinnslu en efnahvörfin munu hafa orðið eftir að efnin komust í samband við vatn.




Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi Bárðarson á vettvangi eiturefnaslyssins nú síðdegis.