Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eitt þúsund heitavatnsmælar komnir upp
Sunnudagur 27. desember 2015 kl. 11:50

Eitt þúsund heitavatnsmælar komnir upp

Þriðjudaginn 22. desember var þúsundasti heitavatnsmælirinn settur upp á heimilinu Leirdal 6 í Sveitarfélaginu Vogum. 
Fyrsti mælirinn fór upp 21. ágúst og nú aðeins um 4 mánuðum síðar hafa 1000 mælar verið settir upp og tengdir.
 Óhætt er því að segja að verkefnið gangi mjög vel hjá HS Veitum.

Í tilefni þessara tímamóta færði Júlíus Jónsson forstjóri HS Veitna heimilisfólkinu smá gjöf.
 Þar búa Magnús Hersir Hauksson og Anna Álfheiður Hlöðversdóttir ásamt börnum.

Það var húsfrúin á heimilinu sem tók á móti gjöfinni á sama tíma og starfsmenn unnu við það að taka hemil úr grindinni og koma upp mæli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024