Eitt prestakall á Suðurnesjum - einn sóknarprestur og fimm prestar
Tillaga um fækkun stöðugilda presta hjá Þjóðkirkjunni hefur áhrif á Suðurnesjum þar sem nú eru starfandi fjórir sóknarprestar og tveir prestar í Kjalarnesprófastsdæmi. Í nýjum tillögum er gert ráð fyrir að það verði einungis einn sóknarprestur í sóknunum á Suðurnesjum en fimm prestar.
Í tillögunni frá biskupafundi er lagt til að Grindavíkur-, Njarðvíkur-, Keflavíkur- og Útskálaprestaköll sameinast í eitt prestakall þar sem sóknarprestur og fimm prestar þjóna. Óbreytt stöðugildi.