Eitt minniháttar óhapp vegna færðar
Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum var aðeins eitt minniháttar óhapp á Reykjanesbrautinni í nótt vegna færðar. Það snjóaði töluvert og mikil slydda var á brautinni en snjóruðningstæki voru strax farinn að vakta brautina i gærkvöldi. Ökumenn á Suðurnesjum létu færðina ekki slá sig út af laginu og óku miðað við aðstæður.