Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Eitt Evrópuverkefni sem Njarðvíkurskóli tók þátt í fær verðlaun á Spáni
Þriðjudagur 28. janúar 2003 kl. 09:50

Eitt Evrópuverkefni sem Njarðvíkurskóli tók þátt í fær verðlaun á Spáni

Njarðvíkurskóli tekur nú í þriðja sinn þátt í Sokrates verkefni sem er samstarfsverkefni skóla í Evrópu styrkt af Evrópusambandinu. Fyrsta verkefnið var milli tveggja skóla í Evrópu sem stóð yfir skólaárið 1998 – 1999. Var þar um að ræða Comenius Lingua-E tungumálaverkefni og var samstarfsskóli Njarðvíkurskóla frá Oeiras í Portúgal. Verkefnið gekk út á að nemendur höfðu samskipti sín á milli á tölvupósti og fóru í gagnkvæmar heimsóknir á milli skóla. Nemendur útbjuggu landkynningu sem sett var upp í skólunum þegar þeir fóru í heimsóknirnar. Þannig fengu nemendur að kynnast lifnaðarháttum, menningu, tungumáli og íþróttum í hinu landinu.Annað verkefnið var Comeniusar 1 verkefni milli 5 skóla í Evrópu, sem stóð yfir skólaárið 2000 – 2001. Skólarnir sem þátt tóku í verkefninu voru frá Ítalíu, Svíþjóð, Búlgaríu, Íslandi og Spáni sem voru stjórnendur verkefnisins. Um var að ræða þriggja ára verkefni þar sem við, ásamt Búlgörum, komum inn í verkefnið á þriðja árinu.

Verkefni þessa árs var að finna þjóðsögur eða goðsagnir, (2 – 4 sögur) þýða þær yfir á ensku, setja á vefsíðu alnetsins og útbúin bók, útbúa myndband og senda hinum skólunum.

Nemendur og kennarar skoðuðu síðan verkefnin frá hinum skólunum og kynntu sér þannig þjóðsögur þeirra og menningu.

Árið 2002 fékk þetta verkefni fyrstu verðlaun í samkeppni um frekari útfærslu á verkefnum sem þessum. Fær skólinn á Spáni og kennararnir sem stjórnuðu verkefninu bæði góðan tíma og fjármuni til að kynna verkefnið s.s. með bóka-, myndbands- og geisladiska útgáfu auk þess sem þau fara í skóla í sínum landshluta og kynna verkefnið. Okkur hér í Njarðvíkurskóla þykir þetta mikill heiður og erum að vonum mjög ánægð með verðlaunin.

Þriðja verkefnið stendur yfir á þessu skólaári (2002 – 2003) er Comenius Lingua-E, tungumálaverkefni. Samstarfsskóli Njarðvíkurskóla er í Frakklandi á eyjunni Olreon sem er í Biscuyaflóa. Heiti verkefnisins er „Nýting sjávar á eylandi“ og gengur út á að nemendur safni saman upplýsingum um það hvernig Íslendingar/Frakkar vinni afurði úr sjó og nýti hafið sér til framdráttar. Hluti af verkefninu eru heimsóknir nemenda á milli skóla þar sem nemendur kynnast menningu og tungumáli annarrar þjóðar og auka þannig víðsýni þeirra og þekkingu.

Nemendur sem hafa tekið þátt í þessum verkefnum eru úr 8. - 9. og 10. bekk. Ekki má gleyma þætti foreldra nemendanna sem hafa opnað heimilin fyrir gestum frá öðrum Evrópulöndum og stutt nemendurna í þessum hluta skólastarfsins. Þeir kennarar sem séð hafa um framkvæmd verkefnanna hér hjá okkur eru: Guðmundur Sigurðsson, Kristbjörn Albertsson, Margrét Stefánsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir.

Eins og áður segir auka verkefni sem þessi bæði viðsýni, þekkingu og áhuga nemenda þar sem þeir kynnast lifnaðarháttum og menningu annarra þjóða í Evrópu. Verkefnin og afrakstur þeirra má skoða á vefsíðu skólans www.njardvikurskoli.is undir erlend samskipti.

Guðmundu Sigurðsson
Verkefnisstjóri erlendra samskipta
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024